Innlent

Samningar gengið lipurlega

Engin verkföll. Kjarasamningsgerð hefur gengið vel hjá flestum án þess að ríkissáttasemjari hafi þurft að koma að málum. Aðeins sjúkraliðar hafa hingað til hótað verkfalli en aðrir hópar hafa náð sátt um samninga sína.
Engin verkföll. Kjarasamningsgerð hefur gengið vel hjá flestum án þess að ríkissáttasemjari hafi þurft að koma að málum. Aðeins sjúkraliðar hafa hingað til hótað verkfalli en aðrir hópar hafa náð sátt um samninga sína.

"Allnokkrir samningar eru enn lausir og losna nú í desember. Þar er kannski fyrst og fremst um smærri hópa að ræða," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. Margir aðilar hafa gengið frá samningum sínum í þetta skiptið og síðast í fyrradag samþykktu blaðamenn nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins.

Ríkis­sáttasemjari hefur ekki þurft að hafa bein afskipti af mörgum kjaraviðræðum hingað til og engar verkfallsboðanir eru fyrirhugaðar hjá þeim hópum sem enn eiga eftir að semja. Alls losnuðu tæplega fjörutíu samningar í þessum mánuði og segir Ásmundur stærsta samninginn vera milli ríkisins og Læknafélagsins.

"Farmanna- og fiskimannasambandið á í viðræðum, dýralæknar og Félag íslenskra náttúrufræðinga eiga í viðræðum og eins Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði auk annarra hópa. Þessir samningar geta að sjálfssögðu tekið sinn tíma eins og þeir stærri en öll samningagerð hingað til hefur gengið lipurlega og embætti ríkissáttasemjara í raun ekki þurft að koma að ýkja mörgum málum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×