Innlent

Fólk sýni árvekni

Friðrik Skúlason er landsþekktur tölvuveirubani.
Friðrik Skúlason er landsþekktur tölvuveirubani.

Friðrik Skúlason er sérfróður um tölvu­öryggi, en hann segir tækni­lausnir ekki duga nema að hluta. Einnig þurfi að koma til árvekni not­enda.

"Almennt séð mæli ég með því að fólk sé með eldvegg í tölvum sínum, með uppfærða veiruvörn, með forrit sem finnur njósna- og auglýsingahugbúnað, og að það noti góð lykilorð, breyti þeim reglulega og skrifi þau ekki niður," segir Friðrik og bætir við að einnig sé mjög mikilvægt að vera með allar nýjustu öryggis­uppfærslur hugbúnaðar og stýrikerfis. "Þetta á sérstaklega við um Windows stýrikerfið, sem er mun frekar útsett fyrir árásum en stýrikerfi Macintosh eða Linux."

Þá ráðleggur Friðrik fólki að forðast þráðlaus net, gerist þess kostur og fara almennt varlega þegar viðkvæmar upplýsingar eru gefnar upp í tölvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×