Innlent

Sex grömm af hassi fundust

Um sex grömm af hassi fundust við leit í bifreið manns í Keflavík eftir að lögregla þar handtók hann vegna gruns um fíkniefnamisferli skömmu fyrir klukkan ellefu á þriðjudagskvöld.Maðurinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Fyrr um kvöldið barst lögreglu tilkynning um þjófnað úr bíl sem stóð við smurstöðina í Hafnargötu, en úr honum hafði verið stolið geislaspilara, hátölurum og geisladiskum. Þá voru á þriðjudag átta ökumenn í Grindavík kærðir fyrir að hafa ekki bílbelti spennt og tveir fyrir að hafa börn sín laus í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×