Innlent

Vefur aðgengilegur fötluðum

Arnþór Helgason  framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands prófaði vef Tryggingamiðstöðvarinnar í gær.
Arnþór Helgason framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands prófaði vef Tryggingamiðstöðvarinnar í gær.

Nýr vefur Tryggingamiðstöðvarinnar hlaut í gær gæðavottun vegna góðs aðgengis fatlaðra að honum. Það voru Öryrkjabandalag Íslands og ráðgjafafyrirtækið Sjá ehf. sem veittu Tryggingamiðstöðinni vottun þess efnis að vefur fyrirtækisins stæðist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða.

Vefur Tryggingamiðstöðvarinnar er fyrsti vefur einkafyrirtækis á Íslandi sem fær vottun fyrir svokallaðan forgang 1 og 2. Forgangur eitt er lágmarkskrafa um aðgengi fatlaðra að vef, en til að fá forgang 2 þarf að uppfylla mun fleiri skilyrði.

Meðal breytinga á vef Tryggingamiðstöðvarinnar er að nú geta blindir og sjónskertir notað talgervla og sérhönnuð lyklaborð með síðunni eða stækkað letrið, lesblindir geta breytt um bakgrunnslit og hreyfihamlaðir geta vafrað um á vefnum án þess að nota músina. Þess má geta að engar reglur eru í gildi hér á landi um aðgengi að heimasíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×