Sport

Scott Carson leysir Dudek af

Scott Carson, fyrrum markvörður Leeds, mun að öllum líkindum vera í byrjunarliði Liverpool eftir að Jerzy Dudek, aðalmarkvörður liðsins, meiddist í leik gegn Chelsea á síðustu helgi. Þá á Chris Kirkland einnig við meiðsli að stríða og ekki vitað hvenær eigi afturkvæmt. Carson. sem er tvítugur að aldri, var keyptur frá Leeds fyrr á þessu ári fyrir 750 þúsund pund. Hann hefur verið í U21 árs landsliði Englendinga og þreytir frumraun sína í byrjunarliði Liverpool er liðið mætir Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×