Erlent

Vígvæðingin heldur áfram

Herskáir hópar norður-írskra lýðveldissinna ráða enn í sínar raðir menn sem þeir síðan þjálfa í vopnaburði og meðferð sprengiefna. Þetta eru niðurstöður skýrslu nefndar sem rannsakar starfsemi slíkra hópa á Norður-Írlandi, The Independent Monitoring Commisson. Frá þessu var greint í breska blaðinu The Guardian í gær. Skýrslan segir að þetta eigi jafnt við um sjálfan Írska lýðveldisherinn, IRA, svo og öfgasinnaða klofningshópa úr honum. Auk þess standi IRA ennþá að skipulagðri glæpastarfsemi til að fjármagna starfsemi sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×