Erlent

Staðfestir brottför Sýrlandshers

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur staðfest að sýrlenskir hermenn og leyniþjónustumenn séu farnir frá Líbanon. Annan tilkynnti þetta á blaðamannafundi í morgun. Annan sagði fréttamönnum að hann gæti staðfest að brottflutningnum væri lokið alls staðar í landinu og að það ætti einnig við um landamærahéruð ríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×