Erlent

Bíll ræningjanna fundinn

Mennirnir sem rændu peningaflutningabíl Securitas norður af Gautaborg í morgun ganga enn lausir. Bíllinn sem þeir notuðu við ránið er fundinn en enn stendur yfir víðtæk leit að mönnunum.

Öryggisverðirnir sem voru í flutningabílnum voru báðir fluttir á sjúkrahús og gekkst annar þeirra undir aðgerð vegna áverka sem hlutust af völdum sprengjunnar sem ræningjarnir notuðu til að komast inn í peningabílinn. Fólk sem átti leið hjá náði ráninu á myndband og tilkynnti það til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×