Erlent

Fuglaflensa greinist í sjötta Evrópulandinu

Svanur á Tjörninni í Reykjavík.
Svanur á Tjörninni í Reykjavík. MYND/Valli

Fuglaflensan hefur greinst í sjötta Evrópulandinu en svanur sem kom frá Ungverjalandi bar H5N1 afbrigði fuglaflensunnar með sér til Króatíu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu landbúnaðarráðherra Króatíu sem hann sendi frá sér í gær. Engin fuglaflensutilfelli hafa þó greinst í Ungverjalandi. Svæðið sem svanurinn fannst á var sótthreinsað í kjölfarið og öllu fiðurfé á bæjum í nágrenninu slátrað. Þetta stökkbreytta afbrigði fuglaflensunnar hefur þegar greinst í Rúmeníu, Tyrklandi og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×