Pólskir tannlæknar til Svíþjóðar 8. nóvember 2005 12:45 Eins og sagt var frá í fréttum Bylgjunnar í gær telst það orðið til kosta meðal verkamanna á Austurlandi að kunna pólsku. Í framtíðinni gæti pólskukunnátta þó komið sér vel víðar. Pólland var langfjölmennast þeirra 10 ríkja sem gengu í Evrópusambandið í maí í fyrra. Síðan þá hafa pólverjar verið áberandi á evrópskum vinnumarkaði. Helst hefur verið um að ræða verka- og iðnaðarmenn sem þegið hafa lægri laun og unað lengri vinnutíma. En nú sækja Pólverjar inn á fleiri svið þjónustu. Í næstu viku opnar hér í Svíþjóð tannlæknastofa þar sem pólskir tannlæknar munu sjá um viðgerðir og viðhald tanna. Þjónusta þeirra verður helmingi ódýrari en nú þekkist auk þess sem opnunartími verður lengri. Hver og einn tannlæknir mun þó einungis verða tímabundið við störf og því ósennilegt er að hann sjái hvern sjúkling oftar en einu sinni. Aðstoðarmenn tannlæknanna munu síðan, auk þess að aðstoða þá við tannviðgerðir, þjóna starfi túlks. Sænska tannlæknafélagið og Alþýðusambandið hafa áhyggjur af þessari nýju samkeppni, enda muni hún lækka laun tannlækna. Þá bendir tannlæknafélagið á að ör skipti á tannlæknum séu slæm fyrir sjúklinga og mikilvægt sé að tungumálaörðugleikar séu ekki fyrir hendi. Hins vegar er bent á að þessi nýi möguleiki geri fleirum kleift að leita sér aðstoðar. Það sé enda vel þekkt að fólk hafi um árabil farið til Austur-Evrópulanda til að leita sér ódýrra tannlækninga. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Eins og sagt var frá í fréttum Bylgjunnar í gær telst það orðið til kosta meðal verkamanna á Austurlandi að kunna pólsku. Í framtíðinni gæti pólskukunnátta þó komið sér vel víðar. Pólland var langfjölmennast þeirra 10 ríkja sem gengu í Evrópusambandið í maí í fyrra. Síðan þá hafa pólverjar verið áberandi á evrópskum vinnumarkaði. Helst hefur verið um að ræða verka- og iðnaðarmenn sem þegið hafa lægri laun og unað lengri vinnutíma. En nú sækja Pólverjar inn á fleiri svið þjónustu. Í næstu viku opnar hér í Svíþjóð tannlæknastofa þar sem pólskir tannlæknar munu sjá um viðgerðir og viðhald tanna. Þjónusta þeirra verður helmingi ódýrari en nú þekkist auk þess sem opnunartími verður lengri. Hver og einn tannlæknir mun þó einungis verða tímabundið við störf og því ósennilegt er að hann sjái hvern sjúkling oftar en einu sinni. Aðstoðarmenn tannlæknanna munu síðan, auk þess að aðstoða þá við tannviðgerðir, þjóna starfi túlks. Sænska tannlæknafélagið og Alþýðusambandið hafa áhyggjur af þessari nýju samkeppni, enda muni hún lækka laun tannlækna. Þá bendir tannlæknafélagið á að ör skipti á tannlæknum séu slæm fyrir sjúklinga og mikilvægt sé að tungumálaörðugleikar séu ekki fyrir hendi. Hins vegar er bent á að þessi nýi möguleiki geri fleirum kleift að leita sér aðstoðar. Það sé enda vel þekkt að fólk hafi um árabil farið til Austur-Evrópulanda til að leita sér ódýrra tannlækninga.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira