Erlent

Danskir fréttamenn í verkfalli

Fréttaútsendingar danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio féllu niður í gær vegna verkfalls fréttamanna. Átti þetta bæði við um útvarp og sjónvarp auk þess sem fréttamenn svæðisstöðva lögðu niður vinnu í samúðarskyni við starfsfélaga sína. Launadeila fréttamanna við yfirstjórn Danmarks Radio er orsök verkafallsins en fréttamenn saka stjórnendur stofnunarinnar um að gera ítrekaðar tilraunir til að lækka byrjunarlaun fréttamanna. Fjölmargar einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar sjá Dönum fyrir fréttum meðan á verkfallinu stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×