Erlent

Gengið gegn hryðjuverkum

Tugþúsundir Kúbverja hlýddu ákalli leiðtoga síns, Fidel Castro, og fóru í kröfugöngu að bandarísku sendiskrifstofunni í Havana í fyrradag. Mótmælin voru undir yfirskriftinni "Gengið gegn hryðjuverkum" en yfirvöld í Kúbu og Venesúela vilja að Bandaríkjamenn handtaki og framselji þeim Luis Posada Carriles, 77 ára Kúbverja sem grunaður er um að hafa grandað farþegaflugvél með 73 manns innanborð árið 1976. Hann var áður á mála hjá CIA og hefur sótt um pólitískt hæli í landinu. Castro var í fylkingarbrjósti göngumanna og hrópaði slagorð gegn hryðjuverkum og "kenningum og aðferðum nasista".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×