Hvað veldur hræringunum? 21. mars 2005 00:01 Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? Í mörgum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs er hlutfall ungs fólks gríðarhátt. Sögulega séð eru ungir karlmenn líklegistir til að krefjast róttækra breytinga og hrinda þeim í framkvæmd með hörku ef þarf. Bágt efnahagsástand og dapurlegar framtíðarhorfur auka enn á viljan til breytinga. Fræðimenn hafa sumir hverjir talið að þetta þýddi frjóan jarðveg fyrir öfgahópa sem byggði á róttækum, íslömskum kenningum með blóðugum heilögum stríðum gegn ráðamönnum og Vesturlöndum í bland. Stjórnarherrar í Miðausturlöndum vita þetta jafnvel og vestrænir vísindamenn og því höfðu þeir, og hafa, í raun aðeins um tvennt að velja: að hætta lífi og völdum með því að gera ekkert, eða bregðast við með einhverjum hætti í von um að halda í valdastóla. Þetta getur boðið upp á lýðræði, en ekki endilega. Ólgan í Líbanon gæti endað með blóðugri borgarastyrjöld - fyrir því eru vissulega fordæmi. Í Egyptalandi og Sádi-Arabíu er enn alls óvíst hversu langt ráðamenn hyggjast ganga í lýðræðsátt eða hvort orð þeirra séu orðin tóm. Hæstráðendur í þessum ríkjum gætu einnig brugðist ókvæða við vestrænum þrýstingi og almenningur gefist upp á biðinni eftir raunverulegum endurbótum - með ógnvænlegum afleiðingum. Enn er ekkert hægt að fullyrða um framtíðina í Írak. Daglegar árásir og mannfall benda til þess að enn sé langt í land. Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og í Ísrael á enn eftir að leiða til lykta deilur um framtíð Jerúsalem og endanleg landamæri. Óvíst er hvað gerist til að mynda ef Hamas ber sigur út býtum í kosningum í sumar. Spennan vegna kjarnorkuáætlunar Írans er enn til staðar og Íran styður enn fjölda andspyrnu- og eða hryðjuverkasveita í Sýrlandi, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Klerkunum í Teheran gæti líkað lítt, virtist sem þeir væru að missa völd erlendis, og sömu sögu er að segja ef þeim líst ekki á blikuna heima fyrir. Það kraumar undir niðri fyrir botni Miðjarðarhafs og ljóst að allt getur gerst Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? Í mörgum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs er hlutfall ungs fólks gríðarhátt. Sögulega séð eru ungir karlmenn líklegistir til að krefjast róttækra breytinga og hrinda þeim í framkvæmd með hörku ef þarf. Bágt efnahagsástand og dapurlegar framtíðarhorfur auka enn á viljan til breytinga. Fræðimenn hafa sumir hverjir talið að þetta þýddi frjóan jarðveg fyrir öfgahópa sem byggði á róttækum, íslömskum kenningum með blóðugum heilögum stríðum gegn ráðamönnum og Vesturlöndum í bland. Stjórnarherrar í Miðausturlöndum vita þetta jafnvel og vestrænir vísindamenn og því höfðu þeir, og hafa, í raun aðeins um tvennt að velja: að hætta lífi og völdum með því að gera ekkert, eða bregðast við með einhverjum hætti í von um að halda í valdastóla. Þetta getur boðið upp á lýðræði, en ekki endilega. Ólgan í Líbanon gæti endað með blóðugri borgarastyrjöld - fyrir því eru vissulega fordæmi. Í Egyptalandi og Sádi-Arabíu er enn alls óvíst hversu langt ráðamenn hyggjast ganga í lýðræðsátt eða hvort orð þeirra séu orðin tóm. Hæstráðendur í þessum ríkjum gætu einnig brugðist ókvæða við vestrænum þrýstingi og almenningur gefist upp á biðinni eftir raunverulegum endurbótum - með ógnvænlegum afleiðingum. Enn er ekkert hægt að fullyrða um framtíðina í Írak. Daglegar árásir og mannfall benda til þess að enn sé langt í land. Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og í Ísrael á enn eftir að leiða til lykta deilur um framtíð Jerúsalem og endanleg landamæri. Óvíst er hvað gerist til að mynda ef Hamas ber sigur út býtum í kosningum í sumar. Spennan vegna kjarnorkuáætlunar Írans er enn til staðar og Íran styður enn fjölda andspyrnu- og eða hryðjuverkasveita í Sýrlandi, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Klerkunum í Teheran gæti líkað lítt, virtist sem þeir væru að missa völd erlendis, og sömu sögu er að segja ef þeim líst ekki á blikuna heima fyrir. Það kraumar undir niðri fyrir botni Miðjarðarhafs og ljóst að allt getur gerst
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira