Erlent

Fyrrverandi forsetar í fjársöfnun

Forsetarnir fyrrverandi George Bush eldri og Bill Clinton hafa hafið formlega fjársöfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa. Er þetta í annað skipti sem þeir félagar taka höndum saman og skipuleggja fjársöfnun og hjálparstarf en þeir stóðu einnig fyrir fjársöfnun fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar við Indlandshaf á síðasta ári. Ýmis stórfyrirtæki hafa hjálpað til og lagði til að mynda verslunarkeðjan Walmart fram 23 milljónir dala í Bush-Clinton sjóðinn. Búist er við að fjöldi fyrirtækja og einstaklinga láti fé af hendi rakna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×