Erlent

Fimm tonn af kókaíni haldlögð

Lögreglan í Hollandi lagði hald á tæp fimm tonn af kókaíni sem fundust í skipi í Rotterdam í síðasta mánuði. Söluverðmæti efnisins er áætlað um 220 milljónir evra eða sem nemur um 18 milljörðum íslenskra króna. Þrettán manns voru handteknir vegna málsins, ellefu karlar og ein kona á aldrinum 15 ára til fimmtugs. Einn hinna grunuðu lést þegar hann reyndi að sleppa úr haldi lögreglu og stökk út um glugga á háhýsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×