Erlent

Rútuslys í Ástralíu

Að minnsta kosti tveir létust og 25 slösuðust alvarlega þegar rúta með ferðamenn frá Asíu innanborðs fór út af veginum og hrapaði um 10 metra niður gil um 100 kílómetra suður af Sydney í Ástralíu í nótt. Um 40 farþegar voru í rútunni. 15 sjúkrabílar og 5 þyrlur unnu að björgunarstörfum og fluttu fólk á sjúkarhús. Ekki er vitað hvers vegna slysið varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×