Erlent

Reiði í Tógó vegna kosningaúrslita

Yfirvöld í Vestur-Afríkuríkinu Tógó lýstu því yfir í gær að sonur einræðisherrans sem stjórnaði landinu í fjóra áratugi væri réttkjörinn arftaki föður síns í embætti forseta landsins. Tilkynningin vakti reiði hjá mörgum Tógómönnum og til háværra mótmæla kom á götum höfuðborgarinnar Lome. Faure Gnassingbe, sonur Gnassingbe Eyadema sem dó í byrjun febrúar sl. eftir nær 39 ár á valdastóli, fékk sextíu af hundraði atkvæða í forsetakosningum sem fram fóru í landinu á sunnudaginn, að því er formaður yfirkjörstjórnar, Tchangai Walla, tilkynnti. Helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Bob Akitani, fékk 38 prósent að sögn Walla. Akitani hefur farið huldu höfði frá því um helgina af ótta um líf sitt. Stuðningsmenn hans segja gróf kosningasvik hafa verið stunduð af fulltrúum stjórnarflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×