Erlent

Neyðarástand í A-Evrópu í flóðum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í vesturhluta Rúmeníu og um 800 manns hafa þurft að flýja heimili sín í vesturhluta fyrrverandi Sovétlýðveldisins Georgíu vegna flóða og aurskriðna. Hundruð heimila eru gjörónýt og vegasamgöngur til um sjötíu þorpa og bæja í Georgíu liggja niðri eftir að ár flæddu yfir bakka sína. Undanfarna daga hafa miklar rigningar verið á flóðasvæðinu og snjóbráð verið í fjöllum. Ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið í náttúruhamförunum sem eru einar þær verstu á þessu svæði í fjölda ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×