Erlent

Al-Zarqawi næstum því gómaður

Hársbreidd munaði að bandarískum hersveitum tækist að góma Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga hryðjuverkahóps í Íraks sem tengist al-Kaída. Að sögn CNN fékk leyniþjónustan upplýsingar um að Zarqawi væri að finna í nágrenni bæjarins Ramadi. Hermenn stöðvuðu grunsamlegan bíl á leiðinni sem Zarqawi var talinn farþegi í en hann hafði náð að forða sér. Hins vegar handtóku þeir náinn félaga hans og fundu auk þess tölvubúnað sem innihélt upplýsingar hvernig komast mætti í samband við Osama bin Laden. Fundurinn sýnir að bein tengsl eru á milli bin Laden og hryðjuverkamanna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×