Erlent

Reiði á Ítalíu vegna skýrslu

Stjórnarandstaðan á Ítalíu hefur brugðist harkalega við fregnum af skýrslu Bandaríkjahers þar sem bandarískir hermenn eru hreinsaðir af öllum ásökunum um að hafa gert mistök í starfi þegar þeir skutu ítalska leyniþjónustumanninn Nicola Calipari til bana í Írak í síðasta mánuði. Calipari var þá nýkominn úr björgunarleiðangri þar sem blaðakonan Giuliana Sgrena var frelsuð úr höndum mannræningja. Skotið var á bíl þeirra og lést Calipari þegar hann skýldi Sgrena í kúlnahríðinni. Málið vakti gríðarlega reiði á Ítalíu og fór Berlusconi fram á að málið yrði rannsakað. Stjórnarandstaðan hefur lýst niðurstöðum rannsóknarinnar sem móðgun við Ítali og hefur blaðakona Sgrena hvatt ítölsk stjórnvöld til þess að bregðast við þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×