Erlent

Danskur her áfram í Írak

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að lengja dvöl danskra hersveita í Írak um átta mánuði. Per Stig Møller utanríkisráðherra skýrði frá þessu í danska þinginu í gær og hafnaði um leið kröfu stjórnarandstöðunnar um að binda endi á dvöl danskra hersveita í Írak. Núverandi samningur Dana um veru hersveita í Írak rennur út í byrjun júní en vegna þingkosninga í Írak í desember telja dönsk stjórnvöld eðlilegt að framlengja dvöl hermannanna í átta mánuði til að byrja með. Fyrstu dönsku hermennirnir voru sendir til Írak um mitt ár 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×