Erlent

Schröder til liðs við Chirac

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur nú komið Jacques Chirac Frakklandsforseta til aðstoðar við að reyna að sannfæra Frakka um ágæti stjórnarskrár Evrópusambandsins. Leiðtogarnir sögðu á blaðamannafundi í dag að stjórnarskráin væri stórt skref í átt að einingu í Evrópu og  myndi styrkja stöðu álfunnar á alþjóðavettvangi. Þá varaði Chirac við því að ef Frakkar felldu stjórnarskrána ryfu þeir hálfrar aldar uppbyggingarstarf í Evrópu. Meira en tuttugu skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Frakklandi benda allar til þess að Frakkar muni fella stjórnarskrána, en allar 25 aðildarþjóðirnar að ESB þurfa að samþykkja hana til þess að hún taki gildi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×