Erlent

Segir innrás í Írak þrekvirki

MYND/AP
Nýr forseti Íraks, Jalal Talabani, kemur Tony Blair forsætisráðherra til varnar og kallar innrás bandamanna í Írak, eitt mesta þrekvirki Bretlands.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í þakkarbréfi frá forsetanum til Blairs og þeirra Breta sem gegnt hafa herþjónustu í Írak. Talabani forseti fullyrðir að sagan muni dæma Blair sem sigurvegara vegna þeirrar ákvörðunar að gera innrás í Írak fyrir um tveimur árum. Tímasetning þakkarbréfsins gæti ekki verið betri. Blair sætir nú mikilla gagnrýni heima fyrir og hefur verið brigslað um að nýta sér vitandi vits vafasamar lagastoðir til að réttlæta innrásina. Ásakanirnar eru taldar munu hafa veruleg áhrif á kosningabaráttunna í Bretland. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar voru í morgun hefur Verkamannaflokkurinn þó bætt þremur prósentum við fylgi sitt frá því í síðustu viku og mælist með um 40 prósenta fylgi. Kosningar fara fram í landinu á fimmtudag í næstu viku og búast má við að Verkamannaflokkur Tonys Blairs reyni eftir megni að koma þeim skilaboðum til kjósenda að án íhlutunar núverandi breska valdhafa væri harðstjórinn Saddam Hussein enn við völd í Írak, sömu skilaboðum og íslensk stjórnvöld hafa meðal annars notað til að réttlæta stuðning sinn við innrásina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×