Erlent

Japanir hyggjast kæra

Japanar hyggjast kæra Norður-Kóreumenn til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á næstu vikum, áður en þeir sprengja kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Dagblaðið New York Times greindi frá því að gervihnattamyndir sem Pentagon hefði undir höndum sýndu mikil umsvif á stað í norðausturhluta Norður-Kóreu þar sem talið er að kjarnorkutilraunir fari fram. Meðal annars virtist útsýnispallur í smíðum fyrir ráðamenn svo þeir gætu fylgst með sprengingunni. Hvorki gengur né rekur í sex ríkja viðræðunum svonefndu um kjarnorkuvopnavæðingu Norður-Kóreumanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×