Innlent

Fjármálaeftirlitið kanni viðskipti KB-banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs

MYND/Vísir

Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið kanni hvort viðskipti KB-banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs rétt fyrir lokun markaða hinn 22. nóvember síðastliðinn stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og samræmist góðum viðskiptaháttum. Formaður stjórnar Íbúðalánasjóðs segir að framferði KB-banka þennan dag, þegar sjóðurinn bauð út skuldabréf fyrir þrjá milljarða króna, hafi skaðað lántakendur Íbúðalánasjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×