Innlent

Ungmennin leyfa sér ekki stóra drauma

Verkefnið kynnt. Talsmenn verkefnisins Framtíð í nýju landi telja íslenskukennslu vera helsta tækið til að bæta aðstæður ungra Víetnama sem telja vonir um menntun óraunhæfar.
Verkefnið kynnt. Talsmenn verkefnisins Framtíð í nýju landi telja íslenskukennslu vera helsta tækið til að bæta aðstæður ungra Víetnama sem telja vonir um menntun óraunhæfar.

Fjöldi annarrar kynslóðar innflytjenda á Íslandi hefur ekki náð að festa rætur hér og í nýlegri rannsókn á viðhorfum ungra Víetnama til menntakerfisins kemur fram að ungmennin eru varkár þegar kemur að því að láta sig dreyma stórt um framtíðina. Þau telja aðstæður sínar ekki með þeim hætti að vonir um menntun séu raunhæfar.

Talsmenn verkefnisins Framtíð í nýju landi telja íslenskukennslu vera eitt helsta tækið til að bæta aðstöðu þessa hóps. Haldið var upp á eins árs afmæli verkefnisins á föstudag. Af því tilefni var heimasíða verkefnisins opnuð á vef Alþjóðahúss, www.ahus.is

Verkefnið er þriggja ára tilraunaverkefni sem miðar að því að styðja við bakið á asískum ungmennum á Íslandi. Það byggir á samstarfi Alþjóðahúss, félags­mála­­ráðu­neytis, mennta­mála­ráðu­­neytis, Rauða kross Íslands, Reykjavíkurborgar og Velferðar­sjóðs barna. Ungmennin eru aðstoðuð við að setja sér einstaklingsbundin markmið um menntun og þeim hjálpað við að öðlast færni og aðlagast íslensku samfélagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×