Innlent

Getum gert betur segir Halldór

Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir kaupmátt bóta hækkað meira en launa.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir kaupmátt bóta hækkað meira en launa.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði nýja skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um kjör öryrkja að umtalsefni í upphafi þingfundar í gær.

"Öryrki sem er einstætt foreldri hefur hækkað um þrjátíu prósent meðan aðrir njóta fimmtíu prósenta hækkunar," sagði Ingibjörg. "Þessar tölur koma mér á óvart því það er staðreynd að kaupmáttur bóta sem ríkið greiðir hefur hækkað á síðastliðnum tíu árum um 58 prósent á sama tíma og kaupmáttur almennra launa hefur hækkað um 37 prósent," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í svari sínu og gat þess að lífeyrissjóðir hefðu einnig skert greiðslur sínar.

"En við getum gert betur, líka gagnvart eldri borgurum," sagði forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi stefnu stjórnvalda gagnvart öryrkjum. "Það er áfellisdómur að þeir skuli dragast aftur úr. Þetta er ríkisstjórn ójafnaðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×