Innlent

Segir menningarslys í uppsiglingu

Ólafur F. Magnússon segir sölu Heilsuverndarstöðvarinnar einhverja verstu gjörð borgarstjórnar Reykjavíkur um langan tíma.
Ólafur F. Magnússon segir sölu Heilsuverndarstöðvarinnar einhverja verstu gjörð borgarstjórnar Reykjavíkur um langan tíma.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, gagnrýndi sölu Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær. Ólafur finnur sölunni flest til foráttu og segir hana einhverja verstu gjörð sem borgarstjórn Reykjavíkur hafi staðið fyrir um langt árabil enda muni hún valda heilbrigðisþjónustunni í höfuðborginni óbætanlegu tjóni.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Heilsuverndarstöðin Hefur verið seld fyrirtækinu Mark-húsi.

Þá lýsi salan fullkomnu virðingarleysi fyrir þeirri hugsjón sem leiddi til þess að húsið var byggt á sínum tíma. "Reynslan sýnir að bæði borgarfulltrúar R- og D- lista ganga hart fram gegn hagsmunum almennings og menningarsögu borgarinnar þegar um er að ræða þjónkun við byggingaverktaka. Menningarsögulegt slys virðist þannig í uppsiglingu," segir í bókun Ólafs á fundi borgarráðs í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×