Innlent

Lést í eldsvoða

Maðurinn sem lést í elds­voða í íbúð að Aðal­stræti 25 á Ísa­firði síðdegis á mánu­dag hét Magni Viðar Torfa­son. Hann var 53 ára gamall og læt­ur eftir sig sam­býlis­konu og tvö börn, ellefu og þrettán ára. Eldsupptök eru enn ókunn.

Lög­regl­an á Ísa­firði hefur feng­ið að­stoð frá tækni­deild lög­regl­unn­ar í Reykja­vík við vett­vangs­­rannsókn, en að henni stendur einn rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði og tveir úr Reykjavík. Magni Viðar átti heima í íbúð­inni, en reyk­kaf­ar­ar komu að honum látn­um þar inni. Lögreglan á Ísafirði segist munu senda frá sér frétta­til­kynn­ingu þegar máls­atvik skýrist frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×