Erlent

Lyfjarisi fær 16 milljarða sekt

Kviðdómur í Texas komst í kvöld að þeirri niðurstöðu að lyfjarisinn Merck & Co. bæri ábyrgð á dauða manns sem hafði tekið inn verkjalyfið Vioxx og lést úr hjartaáfalli. Ekkja mannsins fær andvirði rúmra sextán milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Vioxx var áður mjög vinsælt verkjalyf en var tekið af markaði í september í fyrra eftir að rannsókn leiddi í ljós að lyfið tvöfaldaði hættuna á hjartaáfalli ef það væri tekið í 18 mánuði eða lengur. Þetta er fyrsti dómurinn í máli gegn Merck vegna verkjalyfsins, en yfir 4.000 mál gegn risanum eru í farvatninu. Búist er við að dómnum verði áfrýjað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×