Erlent

Friðarmamman farin heim

Friðarmamman Cindy Sheehan, sem hefur haldið til fyrir utan búgarð Bush forseta frá síðustu mánaðamótum  gafst upp í gærkvöldi. Hún hafði heitið því að vera við búgarðinn í Texas þar til Bush hitti hana og svaraði spurningum hennar. Sonur Cindy fórst í Írak. Í gær veiktist móðir hennar hins vegar og ákvað Cindy að yfirgefa mótmælabúðirnar þegar í stað og hjúkra móður sinni í stað þess að þjarma að Bush.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×