Erlent

Gaslind finnst í Norðursjó

Norska orku- og iðnfyrirtækið Hydro staðfesti í gær að það hefði fundið miklar gaslindir undan ströndum Noregs. Tímaritið Upstream, sem fjallar um olíumál, sagði frá fundinum og áætlaði að gasið sem vinna mætti úr lindunum væri í það minnsta 300 milljarða króna virði. Gaslindirnar eru í norðanverðum Norðursjó, 687 metra undir sjávarmáli og 384 metra undir hafsbotninum. "Við erum mjög ánægð með niðurstöður tilraunaborananna. Voldugar lindir hafa fundist og við áformum að hefja vinnslu sem fyrst. Nú verðum við hins vegar að meta gögnin," sagði Lars Christian Alsvik, hjá Hydro.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×