Erlent

Dönsk fyrirtæki krafin skýringa

Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur krafið yfir sjötíu dönsk fyrirtæki um skýringar á samskiptum sínum við Íraksstjórn meðan á olíusöluáætlun samtakanna stóð. Grundfos, eitt stærsta fyrirtæki Danmerkur, hefur þegar viðurkennt að tveir starfsmenn þess mútuðu íröskum embættismönnum til að fá samninga um framleiðslu á olíudælum. Ekki er ljóst um hvaða fjárhæðir er að ræða en þær eru taldar miklar þar sem dönsk fyrirtæki gerðu samninga fyrir 30 milljarða íslenskra króna á þessum tíma við Íraka. Olíusöluáætlunin var í gildi á árunum 1991-2003 en spilling einkenndi hana öðru fremur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×