Innlent

Ný marglyttutegund

Ný marglyttutegund fannst inn í Klauf, rétt við Stórhöfða, í Vestmannaeyjum í morgun að því er fram kemur á vef Eyjafrétta. Athugull maður rakst á þessa furðutegund og lét menn hjá Rannsóknarsetrinu vita. Við nánari skoðun reyndist tegundin vera áður óþekkt hér við land. Marglyttan lifir á yfirborði sjávar og veiðir meðal annars smáfisk og seyði með örmum sem hanga niður úr floti hennar. Hún hefur segl sem stendur upp úr flotinu og hefur hún því fengið vinnuheitið segl marglytta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×