Erlent

Strangtrúaðir handteknir á Gaza

Að minnsta kosti eitt hundrað strangtrúaðir gyðingar voru handteknir í gær fyrir að veita mótspyrnu þegar öryggissveitir reyndu að flytja þá sem enn voru á landnemabyggðum á Gasasvæðinu, á brott. Fjörutíu og fimm manns hafa slasast í átökum öryggissveita og gyðinga sem ekki vilja fara af svæðinu. Þá særðust yfir 20 öryggissveitamenn þegar róttækir landtökumenn köstuðu sýru á þá í Kfar Darom í gær. Yfirvöld í Ísrael hafa lýst því yfir að þeir sem ekki yfirgefa landnemabyggðirnar með góðu, verði beittir hörku, því þolinmæði stjórnvalda sé á þrotum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×