Búa þjóðina undir hið versta 4. september 2005 00:01 Michael Leavitt, ráðherra heilbrigðis- og mannúðarmála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri reiknað með að þúsundir manna hefðu látið lífið af völdum fellibylsins Katrínar. Þetta var í fyrsta sinn sem talsmaður alríkisstjórnarinnar viðurkenndi opinberlega að manntjónið væri svona mikið. Leavitt sagðist ekki geta tilgreint neina nákvæma tölu yfir fjölda látinna. En þegar hann var spurður í sjónvarpsviðtali hvort um þúsundir væri að ræða sagði hann: "Ég held að það blasi við að þetta séu þúsundir." Borgarstjóri New Orleans, Rey Nagin, sagði að sennilega hefðu þúsundir borgarbúa farist, þegar tillit væri tekið til þess að íbúafjöldi borgarinnar var rúm hálf milljón, hve margir þeirra yfirgáfu hana áður en hamfarirnar dundu yfir og að töldum öllum þeim sem bjargað hefði verið úr neyðarskýlum. "Þetta gefur okkur tölu á bilinu 50-60.000," sagði Nagin. "Reiknið þið sjálf, hvað haldið þið? Ætli fimm prósent af þessum fjölda hafi farist? Tíu prósent? Tuttugu prósent? Þetta verður há tala." Fyrr í gær hafði heimavarnaráðherrann Michael Chertoff neitað að tjá sig um hugsanlegt mannfall, en viðurkenndi að óljós fjöldi fólks hefði orðið innlyksa á flóðasvæðunum og ekki átt neinn kost á að nálgast drykkjarvatn eða matvæli dögum saman. "Ég er hræddur um að við verðum að búa þjóðina undir ófögur tíðindi," sagði Chertoff. Þegar loks tekst að dæla burt flóðvatninu af götum New Orleans "munum við finna lík fólks á götunum. ... Þetta verður ljót sjón," sagði hann. Leavitt sagði að tilkynnt hefði verið um blóðkreppusóttartilfelli í Mississippi. Óttast er að farsóttir breiðist út vegna skorts á hreinu drykkjarvatni á svæðinu, þar á meðal Vestur-Nílarveiru- og E.coli-bakteríusmit, en báðar geta verið banvænar. Eftir harða gagnrýni vegna meints seinagangs í viðbrögðum við neyðarástandinu voru margir meðlimir alríkisstjórnarinnar mættir á svæðið í gær: Chertoff heimavarnaráðherra, Donald H. Rumsfeld varnarmálaráðherra, Richard Myers, forseti herráðsins, og Condoleezza Rice utanríkisráðherra, en hún er sjálf frá Alabama, sem einnig varð illa úti. Forsetahjónin George W. og Laura Bush heimsóttu aðgerðamiðstöð Rauða krossins. Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira
Michael Leavitt, ráðherra heilbrigðis- og mannúðarmála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri reiknað með að þúsundir manna hefðu látið lífið af völdum fellibylsins Katrínar. Þetta var í fyrsta sinn sem talsmaður alríkisstjórnarinnar viðurkenndi opinberlega að manntjónið væri svona mikið. Leavitt sagðist ekki geta tilgreint neina nákvæma tölu yfir fjölda látinna. En þegar hann var spurður í sjónvarpsviðtali hvort um þúsundir væri að ræða sagði hann: "Ég held að það blasi við að þetta séu þúsundir." Borgarstjóri New Orleans, Rey Nagin, sagði að sennilega hefðu þúsundir borgarbúa farist, þegar tillit væri tekið til þess að íbúafjöldi borgarinnar var rúm hálf milljón, hve margir þeirra yfirgáfu hana áður en hamfarirnar dundu yfir og að töldum öllum þeim sem bjargað hefði verið úr neyðarskýlum. "Þetta gefur okkur tölu á bilinu 50-60.000," sagði Nagin. "Reiknið þið sjálf, hvað haldið þið? Ætli fimm prósent af þessum fjölda hafi farist? Tíu prósent? Tuttugu prósent? Þetta verður há tala." Fyrr í gær hafði heimavarnaráðherrann Michael Chertoff neitað að tjá sig um hugsanlegt mannfall, en viðurkenndi að óljós fjöldi fólks hefði orðið innlyksa á flóðasvæðunum og ekki átt neinn kost á að nálgast drykkjarvatn eða matvæli dögum saman. "Ég er hræddur um að við verðum að búa þjóðina undir ófögur tíðindi," sagði Chertoff. Þegar loks tekst að dæla burt flóðvatninu af götum New Orleans "munum við finna lík fólks á götunum. ... Þetta verður ljót sjón," sagði hann. Leavitt sagði að tilkynnt hefði verið um blóðkreppusóttartilfelli í Mississippi. Óttast er að farsóttir breiðist út vegna skorts á hreinu drykkjarvatni á svæðinu, þar á meðal Vestur-Nílarveiru- og E.coli-bakteríusmit, en báðar geta verið banvænar. Eftir harða gagnrýni vegna meints seinagangs í viðbrögðum við neyðarástandinu voru margir meðlimir alríkisstjórnarinnar mættir á svæðið í gær: Chertoff heimavarnaráðherra, Donald H. Rumsfeld varnarmálaráðherra, Richard Myers, forseti herráðsins, og Condoleezza Rice utanríkisráðherra, en hún er sjálf frá Alabama, sem einnig varð illa úti. Forsetahjónin George W. og Laura Bush heimsóttu aðgerðamiðstöð Rauða krossins.
Erlent Fréttir Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Sjá meira