Erlent

Plastefni hamla þroska fóstra

Vísindamenn í Bandaríkjunum telja sig loks hafa sannað að algeng efni sem notuð eru til framleiðslu hversdagslegra hluta á borð við snyrtivara og leikfanga geta hamlað þroska karlkyns fóstra í móðurkviði. Lengi hefur verið vitað að hátt hlutfall efna sem finnast í fjöldaframleiddum plastvörum hafa áhrif á karldýr í dýraríkinu og þá helst að því leyti að dýrin verða kvenlegri en venja gerist auk þess sem sæðisframleiðsla minnkar og náttúruleysi getur orðið vandamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×