Erlent

Réðust inn á heimili vegna leiks

Fótboltinn getur leikið menn grátt og það gerðist á Vesturbakkanum á miðvikudagskvöld. Þá réðst hópur ísraelskra hermanna inn á heimili palestínskrar fjölskyldu og ruddi sér leið að sjónvarpstækinu á heimilinu. Þegar þeir höfðu náð fjarstýringunni á vald sitt stilltu þeir á úrslitaleik AC Milan og Liverpool og fylgdust með leiknum. Ísraelskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af heimili fjölskyldunnar sem lagt var nánast í rúst. Hermennirnir neita því að hafa skemmt nokkuð en yfirmaður hópsins var engu að síður rekinn úr hernum enda um harla óvenjulegt athæfi að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×