Innlent

Lítið í forvarnir

Íslendingar eyða hlutfallslega mun minna í forvarnir í heilbrigðismálum en flestar þjóðir innan OECD. Aðeins rúmlega eitt og hálft prósent allra útgjalda Íslendinga í heilbrigðismálum fer í forvarnir, en meðaltalið innan OECD er um þrjú prósent. Hollendingar eru duglegastir allra við forvarnarverkefni í heilbrigðismálum og nærri sex prósent allra útgjalda í málaflokknum þar fara í verkefni sem flokkast undir forvarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×