Erlent

Fann lítið tungl við Satúrnus

Geimfarið Cassini hefur fundið agnarlítið tungl sem er falið á milli hringja Satúrnusar og er þar á braut um plánetuna. Alþjóðlega geimfarið Cassini var sjö ár á leiðinni til Satúrnusar og hefur undanfarið verið að senda stórmerkilegar myndir til jarðar. Þar á meðal af agnarlitlu tungli sem er aðeins um rúmlega sex kílómetrar í þvermál. Tunglið er í bili á milli hringja Satúrnusar og er þar á braut um plánetuna. Aðeins er vitað um eitt annað fylgitungl innan hringja Satúrnusar, hin eru öll fyrir utan þá. Nýja tunglið er 136.788 kílómetra frá yfirborði plánetunnar. Vísindamenn eru mjög hrifnir af þessari uppgötvun og segja að mögulegt sé að Cassini eigi eftir að finna fleiri tungl innan hringja Satúrnusar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×