Sakaði Björn um blaður og brottför 11. október 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hamförum í ræðustól á Alþingi í dag vegna skrifa Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni frá í gær þar sem hann sagði réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að fyrir lægi að trúnaðarmenn sjálfstæðisflokksins hefðu komið að baugsmálinu í aðdragenda þess en formaður sjálfstæðisflokksins hefði lýst því yfir að ef pólitískur fnykur væri að málinu yrði því fleygt út úr . "Dómsmálaráðherra er yfirmaður ákæruvaldsins og honum ber að gæta hófs í orðum sínum," sagði Lúðvík. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði skýrt að með orðum sínum hefði Björn verið að gefa ákæruvaldinu fyrirmæli um framhald málsins. "Það þarf engan snilling til að sjá hvað felst í þessum orðum dómsmálaráðherra," sagði Ágúst Ólafur. Sigurður Kári Kristjánsson sagði ljóst að ráðherrann hefði einungis bent á það sem satt væri, að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Það vissu allir að fallið hefði dómur um frávísun 32 ákæruliða í málinu en málið héldi áfram. "Réttarfarsreglurnar sem gilda í þessu landi ganga út á það," sagði Sigurður Kári. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði dóminn ekki einatt áfellisdóm yfir ákæruvaldinu heldur einnig yfirmanni ákæruvaldsins, Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. "Hér er eitt stærsta og dýrasta embætti þjóðarinnar sekt um ótæk vinnubrögð og verður þó ekki borið við fjárskorti eða umhyggjuskorti af hálfu fjárveitingavaldsins undanfarin ár, því þetta embætti hefur tútnað út meira en nokkur önnur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var sakaður um að segja ákæruvaldinu fyrir verkum með skrifum á heimasíðu sinni á Alþingi í dag. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði, ráðherrann blaðra á heimasíðunni en flýja síðan til útlanda. Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hamförum í ræðustól á Alþingi í dag vegna skrifa Björns Bjarnasonar á heimasíðu sinni frá í gær þar sem hann sagði réttarkerfið ekki hafa sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að fyrir lægi að trúnaðarmenn sjálfstæðisflokksins hefðu komið að baugsmálinu í aðdragenda þess en formaður sjálfstæðisflokksins hefði lýst því yfir að ef pólitískur fnykur væri að málinu yrði því fleygt út úr . "Dómsmálaráðherra er yfirmaður ákæruvaldsins og honum ber að gæta hófs í orðum sínum," sagði Lúðvík. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og sagði skýrt að með orðum sínum hefði Björn verið að gefa ákæruvaldinu fyrirmæli um framhald málsins. "Það þarf engan snilling til að sjá hvað felst í þessum orðum dómsmálaráðherra," sagði Ágúst Ólafur. Sigurður Kári Kristjánsson sagði ljóst að ráðherrann hefði einungis bent á það sem satt væri, að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Það vissu allir að fallið hefði dómur um frávísun 32 ákæruliða í málinu en málið héldi áfram. "Réttarfarsreglurnar sem gilda í þessu landi ganga út á það," sagði Sigurður Kári. Steingrímur J Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði dóminn ekki einatt áfellisdóm yfir ákæruvaldinu heldur einnig yfirmanni ákæruvaldsins, Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. "Hér er eitt stærsta og dýrasta embætti þjóðarinnar sekt um ótæk vinnubrögð og verður þó ekki borið við fjárskorti eða umhyggjuskorti af hálfu fjárveitingavaldsins undanfarin ár, því þetta embætti hefur tútnað út meira en nokkur önnur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira