Innlent

Bílvelta nærri Hvolsvelli

Bílvelta varð nærri Hvolsvelli um fjögurleytið í dag þegar ökumaður jeppa missti stjórn á bifreið sinni. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli sluppu bæði ökumaður og farþegi ómeiddir. Hálka var á veginum og er talið að hestakerra sem jeppinn var með í eftirdragi hafi fengið snögga vindhviðu á sig og því fór sem fór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×