Innlent

Lifnar yfir Slippnum

Í morgun lifnaði yfir athafnarsvæði Slippsins á Akureyri, þegar fjörtíu og fimm af eitthundrað starfsmönnum Slippstöðvarinnar mættu til starfa hjá nýjum vinnuveitanda. Nýstofnað félag, Slippurinn Akureyri, hefur leigt allan þann búnað sem Slippstöðin hafði yfir að ráða og í morgun var hafist handa við þau verk sem í gangi voru þegar Slippstöðin varð gjaldþrota fyrir rúmri viku. Framkvæmdastjóri Slippsins væntir þess að fleiri starfsmenn verði ráðnir innan skamms en segir að fyrst þurfi að afla fleiri verkefna, en félagið hefur einungis verkefni fram að næstu mánaðamótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×