Erlent

Hengdi sig vegna ákærunnar

MYND/Vísir
Ítalskur maður, sem var ákærður fyrir að hlaða niður grófu barnaklámi af Netinu, hengdi sig í kjölfarið. Hann viðurkenndi að hafa hlaðið niður kláminu í bréfi sem hann lét eftir sig til unnustu sinnar, fjölskyldu og vina en neitaði að hafa áreitt börn kynferðislega. Maðurinn er einn af 186 einstaklingum sem hafa verið ákærðir á Ítalíu fyrir að nota leynilega vefsíðu fyrir barnaníðinga. Meðal þeirra sem eru til rannsóknar eru þrír rómversk-kaþólskir prestar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×