Slagurinn um þriðja sætið 29. september 2005 00:01 Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira