Slagurinn um þriðja sætið 29. september 2005 00:01 Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Tæplega sjö hundruð Reykvíkingar geta tekið þátt í prófkjöri Reykjavíkurfélags vinstri grænna á morgun. Flokksmönnum í Reykjavík hefur fjölgað úr fimm hundruð frá áramótum. Tíu eru í framboði, en allir heimildarmenn blaðsins innan flokksins sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru sammála um að úrslitin í fyrstu tvö sætin væru nokkuð ljós. Svandís muni sigra prófkjörið og Árni Þór Sigurðsson verði í öðru sæti. Slagurinn verði því um þriðja sætið, en samkvæmt nýlegum könnunum fengi flokkurinn tvo borgarfulltrúa. Þau þrjú sem helst eru talin líkleg til að verða valin í þriðja sætið eru Grímur Atlason, Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Einn heimildarmaður hafði á orði að Árni Þór hefði líklega ekki gefið eftir fyrsta sætið til að sitja í borgarstjórn til 2009. Þriðji maður á lista gæti því orðið borgarfulltrúi. Önnur fimm í framboði eru Ásta Þorleifsdóttir og Magnús Bergsson, sem koma úr hinum græna armi flokksins; Ugla Egilsdóttir, fulltrúi ungra vinstri grænna, Guðný Hildur Magnúsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson sem bæði leggja áherslu á vinstri stefnuna. Innan flokksins hefur nokkuð verið rætt um að fjölgun um tvö hundruð félaga vísi til þess að fólk sé að skrá sig til að taka þátt í prófkjörinu og segja heimildarmenn að það setji þriðja sætið í nokkra óvissu. Grímur Atlason og Þorleifur Gunnlaugsson væru báðir vel þekktir innan flokksins, Grímur þó aðeins þekktari utan hans. Þorleifur er hins vegar varaformaður Reykjavíkurfélagsins og er vel liðinn af störfum sínum. Sóley Tómasdóttir er hins vegar nýr félagi vinstri grænna en hefur verið virk í Femínistafélagi Íslands. Vilja því sumir flokksfélagar meina að margir nýir félagar í flokknum séu félagar Sóleyjar úr Femínistafélaginu. Einn benti á að nýir félagar, sem skrá sig sérstaklega fyrir prófkjörið, séu líklegri til að kjósa en gamlir félagar sem gæti því komið niður á fylgi Þorleifs. Prófkjörið verður í húsnæði VG að Suðurgötu 3 og verður hægt að kjósa frá klukkan níu um morguninn til níu að kvöldi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira