Innlent

Bílslys við Eyrarhlíð

Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum þegar hann var á leið um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og hafnaði niðri í fjöru. Svo vel vildi þó til að hann lenti ekki alveg ofan í sjó. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði, þar sem hann er enn. Hann er þó ekki talinn alvarlega slasaður. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×