Innlent

Rúmlega 500 leiðbeinendur í fyrra

527 leiðbeinendur fengu undanþágu til að vinna við kennslu í grunnskólum á síðasta skólaári. Það er fimmtungsfækkun frá árinu á undan samkvæmt nýútkominni ársskýrslu undanþágunefndar. Alls var sótt um undanþágur fyrir 645 einstaklinga, 82 prósent umsóknanna voru samþykkt, 111 umsóknum var hafnað og sjö vísað frá. Flestir leiðbeinendur fengu undanþágu til starfa á Reykjanesi, 113 talsins, en fæstir á Norðurlandi vestra, 33 talsins. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×