Innlent

Snjóar fyrr en síðustu ár

Vetur konungur heilsar fyrr upp á landsmenn nú en nokkur síðustu ár. Um það ber snjóamagn víða um land merki. Þrjátíu og eins sentímetra snjór var á Ólafsfirði í morgun og sautján sentímetrar á Kirkjubæjarklaustri. Snjórinn var öllu minni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eða fjórir sentímetrar. Það er þó meiri snjódýpt en mælst hefur svona snemma í Vestmannaeyjum í nær hálfa öld að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hjólbarðaverkstæði njóta góðs af snjónum. Talsvert snjóaði á Vestfjörðum um síðustu helgi og nú er svo komið að fullbókað er fram yfir næstu helgi í hjólbarðaskipti hjá Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðust menn á hjólbarðaverkstæðum hafa nóg að gera þessa dagana. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×