Innlent

Forval VG í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson og Þorleifur Friðriksson börðust um fyrsta sætið í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi í dag, en kjörfundi lauk klukkan fjögur. Kosið var um fjögur efstu sætin en kosningarétt í forvalinu hafa fullgildir flokksmenn í VGK. Vinstri grænir hlutu 6,1 % atkvæða í síðustu bæjarstjórnarkostningum og hafa því engan fulltrúa. Gert ráð fyrir fléttulistafyrirkomulagi til að jafna stöðu kynjanna á listanum.



Emil Hjörvar Petersen háskólanemi og formaður VG í Kópavogi, Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og Lára Jóna Þorsteinsdóttir sérkennari bjóða sig öll fram í 2.-4 sæti.

Loks býður Sindri Kristinsson nemi og stuðningsfulltrúi sig fram í 4. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×